Varnir gegn sjúkdómum svína
Góðar smitvarnir á svínabúum eru lykill að því að tryggja gott heilbrigði svína og heilnæmar afurðir. Það er mikilvægt að sótthreinsa búnaði og yfirborðsfleti eins oft og möguleiki er á.
Til að hindra útbreiðslu sjúkdóma þurfa svínabændur að:
1. Vera með góðar smitvarnir
2. Uppfylla lög um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim nr. 25/1993 og reglugerð 560/2010 um innflutning á djúpfrystu svínasæði
3. Tilkynna um grun um smitsjúkdóm eða áður óþekktan sjúkdóm til Matvælastofnunnar, hverjum þeim dýralækni sem til næst eða lögreglu
4. Skrá niður heimsóknir á búin og tryggja rekjanleika
Fullkomnaðu og auðveldaðu sóttvarnir með Vectorfog
Vectorfog gerir manni kleyft að sótthreinsa herbergi eða svæði á nokkrum mínútum.
Vectorfog er sótthreinsunartæki sem hefur þann eiginleika fram yfir hefðbundnar aðferðir að það má sprauta yfir allan tækjabúnað, pappír og yfirborðsfleti án þess að það komi væta eða hafi skaðleg áhrif.
Aðferðina má einnig nota til að losna við smit í einöngruðum tilvikum eða til að verjast alvarlegri sýkingu.
Aðferðin eyðir óæskilegri lykt og eyðir öllum tegundum gerla, veira, sveppa og gróa, samkvæmt gildandi stöðlum og stuðlar þannig að bættu andrúmslofti.
Staðfestur árangur þar sem hreinsun með klór eða gufuhreinsun hefur ekki dugað.
Búnaðurinn er mjög hentugur fyrir alla þá sem ala búfénað til slátrunar.
Tækið má nota á svæðinu þar sem dýr eru, án þess að þau séu fjarlægð. Vectorfog tryggir að efnið dreifist á alla fleti í viðkomandi rými og því erengin þörf á skolun eða þurrkun á eftir. Þessi snertilausa tækni dregur úr hættu á víxlmengun smitsjúkdóma á borð við e-coli, fuglaflensu, kampfýlóbakter og salmonellu