HYPO

Samkvæmt upplýsingum frá MAST er mikilvægt að þrífa og sótthreinsa ræktunarstaði reglubundið til þess að takmarka líkur á því að plöntusjúkdómar nái fótfestu. Matvælastofnun hefur gefið út leiðbeiningar um grunnþætti sem hafa þarf í huga við þrif ræktunarstaða og hvetur stofnunin ræktendur til þess að þrífa húsnæði og sótthreinsa vinnusvæði og áhöld reglubundið.

Þegar þrífa á gróðurhús er skipulag mikilvægt til þess að tryggja skilvirkni og að þrif nái til allra svæða gróðurhúss. 

Ef grunur er um smit eða smit hefur greinst í ræktun er nauðsynlegt að sótthreinsa.  

Til þess að tryggja að sótthreinsun beri árangur þarf að gæta þess að sótthreinsiefni nái til allra þátta húsnæðis og að ekki séu til staðar efni eða annað sem minnkað getur virkni sótthreinsiefna (t.a.m. lífrænar leifar plantna, illgresi, jarðvegur eða efnaleifar). 

Þokusótthreinsun er því besti kosturinn sem völ er á, vegna þess hve auðvelt er að sótthreinsa plöntur og fleti sem ekki er náð með hefðbundinni sótthreinsun.